Leiðarvísir í stafrænni kennslu

Hvernig getum við aðstoðað í dag?

Skoðaðu prófin hér að neðan

Finndu réttu verkfærin

Með því að svara nokkrum spurningum um þær kennsluðaferðir sem þú vilt nota getum við auðveldað þér að finna réttu starfrænu verkfærin til að styðja við nám og kennslu.

Tryggðu aðgengi fyrir alla nemendur

Með þessum spurningalista getur þú fengið yfirsýn yfir það hvort námskeiðsvefirnir þínir standist kröfur um aðgengileika.

Fáðu góða innsýn inn í stafræna kennsluhætti

Við HÍ eru fjölmörg stafræn kennsluverkfæri í boði sem geta stutt ríkulega við nám nemenda, hvort sem það fer alfarið fram á neti, að hluta eða í staðkennslu. Á Kennslusviði starfa sérfræðingar í notkun þessar verkfæra, auk þess sem hægt er að nálgast ítarlegar leiðbeiningar fyrir öll þessi verkfæri.

Aðgengi allra nemenda að kennslu á alltaf að vera leiðarljós kennara við uppsetningu námskeiða. Það eru oft einföld atriði sem hægt er að laga til þess að bæta aðgengi og tryggja þannig að allir nemendur geti tileinkað sér það námsefni sem lagt er fyrir.

Hvernig virkar þetta?

1

Skoðaðu prófin

Fyrsta skrefið er að skoða spurningalistana sem eru í boði hér og skoða nánari lýsingar þegar efni spurninganna virðist flókið.

2

Taktu prófið

Næsta skref er að svara þeim spurningum sem eru bornar upp og gæta vel að því að lesa skýringartextana þar sem það á við. Það þarf ekki endilega að svara öllum spurningum í fyrstu atrennu og það má alltaf prófa aftur.

3

Fáðu niðurstöðu

Þegar þú hefur svarað færðu yfirlitssíðu yfir það sem þú svaraðir. Þar eru hlekkir á leiðbeiningar um það hvernig á að setja upp stafræn kennsluverkefni eða bæta aðgengi. Niðurstöðurnar eru merktar með kóða sem hægt er að senda til okkar og fá einstaklingsbundna þjónustu við að bæta stafrænu kennsluna þína.