Stafrænt aðgengi

Stafrænt aðgengi námskeiðs tryggir að allir nemendur hafi jafnan aðgang, geti tekið þátt og notfært sér það sem námskeið hefur upp á að bjóða. Þetta felur í sér að hanna og velja námsefni og tækni sem styður við aðgengi og takmarkar fjölda hindrana sem nemandi gæti lent í. Í stafrænu aðgengi felst einnig að tillit sé tekið til fjölbreytileika og ólíkra þarfa nemenda. Námsefni og tækni ætti því að vera aðgengileg fyrir fólk með sjón-, heyrnar-, hreyfi- og/eða vitsmunaskerðingu, eldra fólki eða öðrum sem gætu átt erfitt með að nýta sér efnið eða tæknina. Stafrænt aðgengi bætir námsupplifun og eykur skilvirkni námsumhverfis og nýtist því öllum vel, einnig ófötluðum.

TAKTU PRÓFIÐ
Accessibility issue

Hefurðu tekið prófið áður?

Stimplaðu inn þinn kóða til að sjá niðurstöðurnar.

Þú stimplaðir inn rangan kóða, vinsamlegast reynið aftur

Hvers vegna er stafrænt aðgengi áríðandi?

Stafrænt aðgengi námskeiðs tryggir að allir nemendur hafi jafnan aðgang, geti tekið þátt og notfært sér það sem námskeið hefur upp á að bjóða. Þetta felur í sér að hanna og velja námsefni og tækni sem styður við aðgengi og takmarkar fjölda hindrana sem nemandi gæti lent í. Í stafrænu aðgengi felst einnig að tillit sé tekið til fjölbreytileika og ólíkra þarfa nemenda. Námsefni og tækni ætti því að vera aðgengileg fyrir fólk með sjón-, heyrnar-, hreyfi- og/eða vitsmunaskerðingu, eldra fólki eða öðrum sem gætu átt erfitt með að nýta sér efnið eða tæknina. Stafrænt aðgengi bætir námsupplifun og eykur skilvirkni námsumhverfis og nýtist því öllum vel, einnig ófötluðum.

Við hönnun námskeiðs, þegar efni er bætt á námskeiðsvef eða við val á tæknilausnum er mikilvægt að hafa aðgengi ávallt í huga. Það getur verið seinlegt að laga hluti eftir á þannig að aðgengi sé viðunandi t.d. ef fatlaður einstaklingur hefur skráð sig í námskeið.